VIÐ ERUM SAHARA
SAHARA býður upp á heildstæða lausn á sviði markaðssetningar. Við sérhæfum okkur í umsjón með samfélagsmiðlum, stafrænum herferðum, vefsíðugerð, árangursmælingum, efnissköpun, framleiðslu myndbanda og auglýsinga, textasmíð, hönnun og mörkun.
SAHARA er í senn auglýsingastofa og framleiðslufyrirtæki sem gerir ferlið frá hugmynd til framkvæmdar einfalt og hagkvæmt. Við störfum með fyrirtækjum af hvaða stærðargráðu sem er og aðlögum okkur að stærð verkefna.
FJÖLBREYTT
VERKEFNI
Í yfir áratug höfum við hjálpað fyrirtækjum að skara fram úr. Árangurinn byggir á þekkingu, nýjungagirni og snjöllum lausnum sem verða til þegar teymi ólíkra sérfræðinga og reynslubolta vinnur saman undir einu þaki.
360°
ÞJÓNUSTA
Þar sem SAHARA er stafræn auglýsingastofa leggjum við fyrst og fremst áherslu á stafræna miðla en hefðbundnu miðlarnir hafa sína kosti og sinn sjarma sem við hikum ekki við að hagnýta okkur líka. Hér er yfirlit yfir það sem við bjóðum upp á. Listinn er engan veginn tæmandi, svo ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá að vita meira!
UMSJÓN
SAMFÉLAGSMIÐLA
SAHARA heldur utan um virkni fyrirtækja á öllum gerðum samfélagsmiðla. Við mótum skýra stefnu og áætlun fyrir hvert og eitt fyrirtæki, tökum að okkur efnissköpun og sjáum um birtingar, kostanir og samantektir.
FRAMLEIÐSLA
MYNDBANDA
SAHARA hefur um árabil framleitt auglýsingar og myndbönd sem vekja athygli á stafrænum miðlum þar sem fersk hugmyndasmíð fléttast saman við flottar útfærslur í mynd og hljóði, hreyfihönnun og áherslugrafík.
STAFRÆNAR
HERFERÐIR
SAHARA heldur utan um virkni fyrirtækja á samfélagsmiðlum og Google. Við mótum skýra stefnu og áætlun fyrir hvert og eitt fyrirtæki, tökum að okkur efnissköpun og sjáum um birtingar, kostanir og samantektir.
VEFSÍÐUR
& SPJALLMENNI
Hjá SAHARA gerum við hraðar, notendavænar vefsíður sem eru hannaðar með tilliti til leitarvélabestunar og virka í öllum snjalltækjum. Gerð spjallmenna er í örum vexti hjá okkur enda mörg tækifæri og óþrjótandi möguleikar þar í boði.
HÖNNUN
& MÖRKUN
Hjá SAHARA starfa færir grafískir hönnuðir, margmiðlunarhönnuðir og textasmiðir. Við leggjum áherslu á að hvert fyrirtæki eða vörumerki sé með rödd og útlit sem hæfir því og tökum að okkur að móta ímynd þess
frá A til Ö.
RÁÐGJÖF
& GREINING
Hjá SAHARA greinum við hvaða þætti þarf að leggja áherslu á þegar kemur að stafrænum miðlum. Við vinnum með styrkleikana, lögum það sem betur má fara og finnum þær lausnir sem henta best hverju sinni.
FYRIRTÆKI SEM VIÐ
VINNUM
MEÐ
SOCIAL MOLAR


